Mannabreytingar

17. júlí 2019

Mannabreytingar

Kirkjan er stór vinnustaður og fjölbreytilegur. Alltaf er nokkuð um breytingar í starfsmannahaldi. Fólk fer á eftirlaun og nýtt kemur í stað þess; prestar hreyfa sig á milli prestakalla og embætta; og ýmsar breytingar verða á högum fólks. Enn aðrir leita svo í önnur störf.

Þessar eru helstu breytingarnar:

Biskupsstofa

Andrea Baldursdóttir, félagsráðgjafi og fjölskyldumeðferðarfræðingur á barna- og unglingageðdeild hefur verið ráðin að Fjölskylduþjónustu kirkjunnar og hefur störf 1. október n.k.

Elías Þórsson, verkefnisstjóri samskiptamála, lét af störfum 1. júní s.l.

Sr. Hildur Björk Hörpudóttir hefur hafið störf á Biskupsstofu sem verkefnisstjóri á fræðslu- og kærleiksþjónustusviði.

Matráður Biskupsstofu, Hulda Jónína Jónsdóttir, lét af störfum 1. júlí s.l.

Skjalavörður Biskupsstofu, Ragnhildur Benedikta Bragadóttir, mun láta af störfum um næstu mánaðarmót og hefur starfið verið auglýst laust til umsóknar.

Sr. Vigfús Bjarni Albertsson lætur af störfum sem mannauðsstjóri um næstu mánaðarmót og í hans stað hefur verið ráðin Ingunn Ólafsdóttir.

Prestar koma og fara

Sr. Baldur Kristjánsson, sóknarprestur í Þorlákshafnarprestakalli, lætur af störfum fyrir aldurs sakir hinn 1. ágúst.

Sr. Bolli Bollason hefur sagt lausu embætti sínu sem sóknarprestur Laufásprestakalls og sinnir nú afleysingum í Tjarnarprestakalli.

Sr. Brynhildur Óladóttir er settur sóknarprestur í Stafholtsprestakalli fram til vors 2020.

Þá hefur sr. Elín Salóme Guðmundsdóttir hefur sagt lausu embætti sínu sem prestur í Patreksfjarðarprestakalli.

Sr. Ingólfur Hartvigsson, hefur verið ráðinn sjúkrahúsprestur við Landspítala Háskólasjúkrahús. Hann var áður sóknarprestur Kirkjubæjarklaustursprestakall. Prestakallinu þjónar nú sr. Jóhanna Magnúsdóttir.

Sr. Jóhanna Gísladóttir hefur verið sett sem sóknarprestur í Laugalandsprestakalli fram til vors 2020.

Jónína Ólafsdóttir, mag. theol., mun þjóna í Dalvíkurprestakalli námsleyfi sr. Magnúsar Gamalíels Gunnarssonar.

Sr. María Rut Baldursdóttir, prestur í Bjarnarnesprestakalli, er komin í leyfi. Að svo stöddu þjónar sr. Sjöfn Jóhannesdóttir í hennar stað til loka júlímánaðar.

Sr. Pálmi Matthíasson, er sóknarprestur í hinu nýja Fossvogsprestakalli.

Sr. Sighvatur Karlsson, sóknarprestur á Húsavík, verður í leyfi frá hausti og til vors. Mun hann sinna afleysingu héraðsprests í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir mun þjóna Húsavíkurprestakalli í hans stað.

Sr. Úrsúla Árnadóttir mun þjóna Þingeyrarklaustursprestakalli í námsleyfi sóknarprestsins, sr. Sveinbjarnar R. Einarssonar, frá og með hausti komanda.

Ýmis embætti eru í þarfagreiningu og verða eftir atvikum síðar auglýst. Unnið er að ráðningarmálum í nokkur embætti þar sem auglýstur umsóknarfrestur er liðinn.


  • Biskup

  • Embætti

  • Frétt

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Biskup

  • Samfélag